This free survey is powered by QUESTIONPRO.COM
0%
 



Reykjavík, 16. desember 2008

Ágætu forstöðumenn,
Í stefnuyfirlýsingu ríkisstjórnar Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar frá 23. maí 2007 segir meðal annars:

Gerð verði áætlun um að minnka óútskýrðan kynbundinn launamun hjá ríkinu og stefnt að því að hann minnki um helming fyrir lok kjörtímabilsins. Ríkisstjórnin vill koma á samvinnu aðila vinnumarkaðarins og hins opinbera um að leita leiða til að eyða þessum launamun á almennum vinnumarkaði. Endurmeta ber sérstaklega kjör kvenna hjá hinu opinbera, einkum þeirra stétta þar sem konur eru í miklum meirihluta.

Á grundvelli þessarar yfirlýsingar skipaði fjármálaráðherra starfshóp sem er ætlað að koma með tillögur um hvernig minnka megi launamun kynjanna hjá hinu opinbera. Í hópinn voru tilnefndir fulltrúar frá BSRB, BHM, Launanefnd Sambands íslenskra sveitarfélaga, félags- og tryggingamálaráðuneyti og Félagi forstöðumanna ríkisstofnana og var undirrituð skipuð formaður án tilnefningar.
Starfshópurinn hefur á undaförnum mánuðum fengið til sín fjölmarga sérfræðinga og farið yfir mikinn fjölda rannsókna á kynbundnum launamun. Allar rannsóknirnar sýna fram á óútskýrðan kynbundinn launamun og samanburður á launum kvenna og karla hjá ríkinu leiðir til sömu niðurstöðu. Launamunur innan einstakra ráðuneyta er mismikill og án efa gætu ítarlegri upplýsingar um vinnumagn og viðbótarmenntun skýrt hann að hluta. Þar sem stjórnun starfsmannamála hjá ríkinu er að miklu leyti í höndum ykkar forstöðumanna er ljóst að þið munuð gegna lykilhlutverki í öllum beinum aðgerðum til að minnka launamun kynjanna. Þess vegna þykir starfshópnum nauðsynlegt að fá liðsinni ykkar við að greina vandann og hefur í því skyni sett saman spurningalista um ýmislegt sem snertir stjórnun starfsmannamála, jafnrétti og launamun. Spurningalistanum er fljótsvarað enda aðallega um það að ræða að krossa við það svar sem ykkur finnst réttast. Starfshópnum liggur á svörunum og því er farið fram á að þið svarið í síðasta lagi á fimmtudag. Við trúum því að allir forstöðumenn vilji útrýma kynbundnum launamun og treystum því á að fá svör frá ykkur öllum.

Með fyrirfram þökk fyrir þátttökuna

Ólöf Nordal, formaður starfhóps um launamun á opinberum markaði

Ef einhverjar spurningar vakna vegna könnunarinnar þá er velkomið að hafa samband við Halldóru Friðjónsdóttur í síma 545-9334 eða í gegnum tölvupóst [email protected]



Fyrir hönd starfshóps um launamun á opinberum markaði þá er þér þakkaður sá tími sem þú gefur þér til að svara könnuninni.

Smelltu á hnappinn fyrir neðan til að hefja þátttöku.


 
 

1. Hvort ertu karl eða kona?
 
karl
 
kona
 
 

2. Hver er starfsaldur þinn sem stjórnandi?
 
minna en 10 ár
 
meira en 10 ár
 
 

3. Hver er menntun þín (vinsamlegast merktu við hæsta menntunarstig)
 
grunnskólamenntun
 
starfs- og/eða framhaldsskólamenntun
 
háskólamenntun (BA/BS)
 
framhaldsmenntun á háskólastigi (MA/MS/MBA/PHD)
 
 

4. Stærð stofnunar
 
færri en 20 starfsmenn
 
20-49 starfsmenn
 
50-99 starfsmenn
 
100 starfsmenn eða fleiri
 
 

4. Stærð stofnunar
 
færri en 20 starfsmenn
 
20-49 starfsmenn
 
50-99 starfsmenn
 
100 starfsmenn eða fleiri
 
 

5. Hvaða ráðuneyti tilheyrir stofnunin sem þú veitir forstöðu?
 
Forsætisráðuneyti
 
Dóms- og kirkjumálaráðuneyti
 
Félags- og tryggingamálaráðuneyti
 
Fjármálaráðuneyti
 
Heilbrigðisráðuneyti
 
Iðnaðarráðuneyti
 
Menntamálaráðuneyti
 
Samgönguráðuneyti
 
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti
 
Umhverfisráðuneyti
 
Utanríkisráðuneyti
 
Viðskiptaráðuneyti
 
 
6. Hvað telur þú að skýri helst launamun kynjanna á Íslandi? (Merkja má við fleiri en einn kost)
mjög ósammála ósammála hlutlaus sammála mjög sammála
a) skipting vinnumarkaðarins í opinberan og almennan vinnumarkað
b) kynskipt náms- og starfsval
c) karlar bera frekar ábyrgð á því að afla tekna
d) konur sækjast síður eftir framgangi í starfi
e) konur bera enn meiri ábyrgð á barnauppeldi og heimilisstörfum
f) allt ofangreint
 
 
g) annað og þá hvað?
   
 
 
7. Hvar verður launamunur kynjanna hjá ríkinu til að þínu mati? (Merkja má við fleiri en einn kost)
mjög ósammála ósammála hlutlaus sammála mjög sammála
a) vegna áherslu- og aðstöðumunar ráðuneyta
b) í kjarasamningum
c) í stofnanasamningum
d) við launasetningu (röðun í launatöflu)
e) við ákvörðun annarra launa
 
 
f) annað og þá hvað?
   
 
 
 
8. Er þörf á því að forstöðumenn fái aukinn stuðning og/eða fræðslu um jafnréttismál frá starfsmannaskrifstofu fjármálaráðuneytisins?
 
 
nei
 
veit ekki
 
 
 
9. Fær stofnunin næga þjónustu/upplýsingar frá sínu fagráðuneyti til að fylgja eftir jafnréttisáætlun?
 
 
nei
 
stofnunin hefur ekki jafnréttisáætlun
 
 
10. Nýtir þú einhver af eftirtöldum verkfærum í þinni stjórnun til að tryggja jafnrétti kynjanna? (Merkja má við fleiri en einn kost)
nota ekki nota
a) starfsmannastefnu
b) jafnréttisáætlun
c) starfsmannasamtöl
d) stofnanasamninga
e) starfsþróunaráætlun
 
 
f) annað og þá hvað?
   
 
 
 
11. Eru launamál á þinni stofnun reglulega skoðuð með tilliti til kynbundins launamunar?
 
 
nei
 
 
 
12. Telur þú að þörf sé á frekari sundurgreiningu launaupplýsinga frá Fjársýslu ríkisins, t.d. eftir menntun, störfum og kyni?
 
 
nei
 
 
 
13. Hvað af neðangreindu telur þú að gæti helst gagnast við að tryggja launajafnrétti?
 
a) samanburður við aðrar stofnanir í sama málaflokki
 
b) samanburður við aðrar stofnanir innan sama ráðuneytis
 
c) samanburður við aðrar stofnanir af svipaðri stærð
 
d) ekkert af ofangreindu
 
e) annað og þá hvað?
 
 
 
14. Ertu sammála um að neðangreind atriði gætu haft jákvæð áhrif á launamun þar sem hann er til staðar?
sammála ósammála veit ekki
a) ein launatafla fyrir öll stéttarfélög
b) meiri samræming stofnanasamninga
c) aukið fé til stofnanasamninga
 
 
 
15. Telur þú að það sé auðveldara að tryggja launajafnrétti á fámennum stofnunum (20 starfsmenn eða færri) en á stofnunum þar sem margir vinna?

 
 
nei
 
veit ekki
 
 
 
16. Í jafnlaunavottun felst að fyrirtæki og stofnanir koma sér upp ferlum sem tryggja að málsmeðferð og ákvarðanataka í launa-, ráðningar- og framgangsmálum feli ekki í sér kynbundna mismunun. Telurðu að slík vottun gæti stuðlað að launajafnrétti?
 
 
nei
 
veit ekki
 
 
 
17. Gæti jafnlaunavottun auðveldað stofnunum ríkisins að fá hæfustu einstaklingana til starfa?
 
 
nei
 
veit ekki
 
 
18. Hvað telur þú að stuðli helst að framgangi í starfi innan þinnar stofnunar og þar með launaþróunar? (má merkja við fleiri en einn kost)
mjög ósammála ósammála hlutlaus sammála mjög sammála
a) markviss sí- og endurmenntun
b) meiri hæfni
c) aukin ábyrgð
d) þyngri verkefni
e) góður árangur
 
 
f) annað og hvað þá?
   
 
 
 
19. Sveitarfélögin hafa um nokkurt skeið notast við kerfisbundið, samræmt mat á störfum við launasetningu. Telurðu að innleiðing slíks starfsmats hjá ríkinu myndi draga úr kynbundnum launamun?
 
 
nei
 
veit ekki
 
 
 
20. Eru öll störf á þinni stofnun flokkuð í samræmi við íslenska starfaflokkun, ÍSTARF 95?
 
 
nei
 
 
 
21. Hvernig geta forstöðumenn best tryggt launajafnrétti?
   
 
Survey Software Powered by QuestionPro Survey Software