This free survey is powered by
0%
Exit Survey
 
 
Meðfylgjandi spurningar eru hluti af rannsókn í fjármálum sem unnin er af Gylfa Magnússyni dósent í viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Farið verður með öll svör sem trúnaðarmál og ekki er hægt að rekja þau til einstakra svarenda.

Vinsamlegast svaraðu eftirfarandi spurningum eftir bestu getu. Það er ekkert eitt rétt svar (nema við fyrstu spurningunni). Vinsamlega ekki leita að svörum á netinu!
 
 
 
Hvert er kyn þitt?
 
Karl
 
Kona
 
 
 
Hvort vildirðu frekar fá kost A eða B ef eftirfarandi gildir:
 
A. Þú færð greiddar 250 þús. krónur með 33% líkum, 240 þús. krónur með 66% líkum og ekkert með 1% líkum.
 
B. Þú færð greiddar 240 þús. krónur.
 
 
 
Hvort vildirðu frekar fá kost C eða D ef eftirfarandi gildir:
 
C. Þú færð greiddar 250 þús. krónur með 33% líkum og ekkert með 67% líkum.
 
D. Þú færð greiddar 240 þús. krónur með 34% líkum og ekkert með 66% líkum.
 
 
 
Stórhættuleg flensa af nýjum stofni er á leið til landsins. Heilbrigðisyfirvöld hafa áætlað að sextíu Íslendingar muni deyja af völdum hennar ef ekkert er að gert. Læknarnir standa frammi fyrir tveimur kostum, A og B. Með hvorum kostinum mælir þú ef líklegar afleiðingar þeirra verða sem hér segir:
 
A. Það tekst að bjarga tuttugu mannslífum.
 
B. Það eru þriðjungslíkur á því að það takist að bjarga öllum sextíu en líkurnar eru tveir á móti þremur á því að engum verði bjargað.
 
 
 
Þú ert á leiðinni í bíó og ætlar að kaupa miða á 1.500 krónur. Þegar þú kemur í bíóið tekurðu eftir því að þú hefur týnt peningaseðlunum (1.500 krónur) sem þú ætlaðir að nota til að borga miðann. Þú ert hins vegar með krítarkort og gætir keypt miðann með því. Myndirðu kaupa annan miða á 1.500 krónur?
 
 
Nei
 
 
 
Í spurningakönnun sem lögð var fyrir 1.412 viðskiptafræðinema var spurt hvað þeir teldu að það væru margar skartgripaverslanir í Kaupmannahöfn. Hvað telur þú að hafi verið rétta svarið:
   
 
 
 
Ef ökumenn fengju einkunn fyrir hæfni á skala frá 0 til 10 þannig að meðalökumaðurinn er með 5 í einkunn, sá besti 10 og sá versti 0, hvaða einkunn telurðu að þú myndir fá:
 
0
 
1
 
2
 
3
 
4
 
5
 
6
 
7
 
8
 
9
 
10
 
 
 
Í tilteknu úrtaki hjá Hagstofunni eru 30% þátttakenda verkfræðingar og 70% lögfræðingar, allt karlar. Guðmundur er einn þeirra sem lenti í úrtakinu. Hann er kvæntur en barnlaus. Hann er hæfileikaríkur og metnaðargjarn. Allt bendir til þess að hann verði árangursríkur í starfi og er hann vel liðinn af samstarfsmönnum sínum.

Hvort telur þú að Guðmundur sé:
 
Verkfræðingur
 
Lögfræðingur
 
 
Spurt er um fjölda nýrra bíla sem fluttir voru til landsins og nýskráðir árið 2012. Þú ert beðin(n) að áætla svarið í nokkrum þrepum, þannig að fyrsta svarið sé svo hátt að það séu að þínu mati einungis 1% líkur á því að það sé of lágt, 25% líkur á því að næsta svar sé of lágt, helmingslíkur (50%) á því að það þriðja sé of lágt, 75% líkur á því að fjórða svarið sé of lágt og loks 99% líkur á því að fimmta og síðasta svarið sé of lágt.
i. Það eru 1% líkur á því að fjöldinn hafi verið minna en:
ii. Það eru 25% líkur á því að fjöldinn hafi verið minna en:
iii. Það eru 50% líkur á því að fjöldinn hafi verið minna en:
iv. Það eru 75% líkur á því að fjöldinn hafi verið minna en:
v. Það eru 99% líkur á því að fjöldinn hafi verið minna en: