This free survey is powered by
0%
Exit Survey
 
 
Ágæti bekkjarfulltrúi.

Eitt af mikilvægustu verkefnum foreldrafélagsins er að stuðla að virkri þátttöku foreldra í skólastarfinu, enda margsinnis verið sýnt framá að með öflugu foreldrastarfi verður skólabragurinn betri og þannig er best stutt við nám barna okkar. Bekkjarfulltrúarnir gegna lykilhlutverki í þessum efnum og því er afar mikilvægt að starf þeirra gangi sem best og við það sé stutt með viðeigandi hætti af öðrum í skólasamfélaginu.

Þar sem þú hefur verið bekkjarfulltrúi á liðnum skólavetri óskar stjórn foreldrafélagsins eftir þátttöku þinni í meðfylgjandi könnun um reynslu þína af starfi bekkjarfulltrúa. Hugmyndin er að nýta niðurstöðurnar til að læra af reynslu núverandi bekkjarfulltrúa í þeirri viðleitni að bæta starfið enn frekar.

Farið verður með allar niðurstöður sem trúnaðarmál og einstök svör verða ekki rakin til þeirra sem vara. Stjórn foreldrafélagsins þakkar þér kærlega þátttökuna. Könnunin hefst með því að velja Continue hnappinn hér að neðan.

 
 
 
1. Á hvaða stigi er bekkurinn sem þú ert fulltrúi fyrir?
 
Yngsta stigi (1.-4. bekkur).
 
Miðstigi (5.-7. bekkur).
 
Unglingadeild (8.-10. bekkur).
 
 
 
2. Hversu mikið áætlar þú að vinnuframlag þitt sem bekkjarfulltrúi á liðnum vetri hafi verið?
 
Ekkert.
 
1-5 klukkustundir.
 
6-10 klukkustundir.
 
11-15 klukkustundir.
 
Meira en 16 klukkustundir.
 
Kýs að svara ekki.
 
 
 
3. Hvernig var samstarfi við aðra bekkjarfulltrúa í árganginum háttað?
 
Bekkjarfulltúar árgangsins störfuðu alltaf saman.
 
Bekkjarfulltúar störfuðu stundum fyrir árganginn sem heild og stundum aðeins fyrir sinn bekk.
 
Bekkjarfulltúar störfuðu aðeins fyrir sinn bekk.
 
Kýs að svara ekki.
 
Annað
 
 
 
 
4. Hvernig var samskiptum bekkjarfulltrúa þíns bekks/árgangs (ef við á) háttað? Velja á allt sem við á.
 
Hittumst á fundum.
 
Samskipti með tölvupósti.
 
Samskipti á Facebook.
 
Símtöl.
 
Kýs að svara ekki.
 
Önnur samskipti.
 

 
 
 
5. Hvernig var staðið að upplýsingamiðlun til foreldra i bekknum/árganginum? Velja á allt sem við á.
 
Í gegnum sérstakan hóp á Facebook.
 
Í gegnum tölvupóst á vegum skrifstofu skólans.
 
Með skriflegum orðsendingum með aðstoð kennara.
 
Með hringingum til allra foreldra.
 
Kýs að svara ekki.
 
Með öðrum hætti.
 

 
 
 
6. Í hverju var starf vetrarins fólgið hjá þínum bekk (árgangi ef við á)? (Nefnið allt sem við á).
   
 
 
 
7. Hvað í starfi vetrarins gekk best? (Nefna má eins mörg verkefni og tilefni er til).
   
 
 
 
8. Hvernig var samstarfi við umsjónarkennara háttað?
 
Ekkert samstarf.
 
Samtöl eða samstarf um fá verkefni.
 
Samstarf eða samtöl um flest verkefni.
 
Samstarf um öll verkefni.
 
Kýs að svara ekki.
 
Annað
 
 
 
 
9. Hvað finnst þér að betur mætti fara í samstarfi bekkjarfulltrúa við stjórn foreldrafélagsins, umsjónarkennara, stjórnendur skólans og/eða aðra starfsmenn skólans?
   
 
 
 
10. Hefðir þú áhuga á því að sækja námskeið fyrir bekkjarfulltrúa á vegum Samfoks?
 
Já, og hef sótt slíkt námskeið.
 
Já, en hef ekki sótt slíkt námskeið.
 
Veit ekki.
 
Nei, hef ekki áhuga.
 
Kýs að svara ekki.