SIGN UP FREE
Survey Templates Surveys Stjórnarhættir í félagasamtökum

Stjórnarhættir í félagasamtökum

Stjórnarhættir í félagasamtökum


Kæri þátttakandi,

Spurningalisti þessi er hluti af hópverkefni sem við vinnum í námskeiðinu Stjórnun og rekstur félagasamtaka í meistaranámi í opinberri stjórnsýslu við Háskóla Íslands. Í verkefninu berum við saman stjórnunarhætti Rauða kross Íslands og Slysavarnafélagsins Landsbjargar, en ætlunin er að skoða hvernig stjórnarfar hefur á uppbyggingu félaganna.

Við biðjum þig að svara í hreinskilni. Þér er frjálst að svara ekki einstaka spurningum en við verðum þakklát ef öllum spurningum er svarað, það gefur nákvæmari niðurstöður.

Fyllsta trúnaðar er heitið og verða niðurstöðurnar einungis notaðar í þetta tiltekna verkefni. Ef eitthvað er óljóst varðandi framkvæmd könnunarinnar, er þér velkomið að hafa samband við okkur.

Með fyrirfram þökk fyrir aðstoðina.

Hilmar Kristinsson, [email protected]
Hildur Tryggvadóttir Flóvenz, [email protected]
Pálína Björk Matthíasdóttir, [email protected]


Vinsamlegast hafið eftirfarandi útskýringar um sjálfboðaliða og fastanefndir í huga við svörun spurninganna:

Hvað er sjálfboðaliði?
Sjáfboðaliði eru skráðir félagsmenn sem vinna í þágu félagsins án þess að þiggja fyrir það laun.

Hvað er fastanefnd?
Fastanefnd er nefnd sem er ákveðin samkvæmt lögum félags og starfar á milli aðalfunda. Hlutverk hennar geta verið misjöfn, allt frá því að vera ráðgefandi fyrir stjórn til þess að hafa ákvörðunarvald.
Hvort starfar þú hjá Rauða kross Íslands eða Slysavarnarfélaginu Landsbjörg?
Hversu mikið af málefnum sem sett eru á dagskrá stjórnar koma frá:
Mjög mikið
Mikið
Hvorki / né
Lítið
Mjög lítið
Stjórnarmönnum
Framkvæmdastjóra
Sjálfboðaliðum
Öðrum starfsmönnum
Hversu mikið hugsar þú um áhrif ákvarðana þinna á sjálfboðaliða?
Hversu auðvelt eða erfitt er fyrir sjálfboðaliða að fá málefni sín rædd hjá stjórn?
Hversu mikið vald telur þú framkvæmdastjóra hafa til ákvarðanatöku innan félagsins?
Hversu mikið vald telur þú þig hafa til ákvarðanatöku í málefnum félagsins án samráðs við stjórn?
Tekur þú ákvarðanir sem þú telur að stjórn ætti frekar að gera?
Telur þú að lýðræði sé virkt innan félagsins?
Finnst þér deildir/einingar félagsins taka nægan þátt í ákvarðanartöku í mikilvægum málefnum félagsins?
Samþykkja deildir/einingar málefni frá stjórn án umræðu á aðalfundum?
Hversu mikilvæg telur þú þessi málefni vera?
Að hversu miklu leyti taka sjálfboðaliðar þátt í stefnumótun og markmiðssetningu fyrir félagið í heild?
Hlusta stjórnarmenn á og taka fyrir nýjar hugmyndir frá sjálfboðaliðum er varða starf félagsins í heild?
Hversu auðvelt er fyrir almennan sjálfboðaliða að hafa áhrif á málefni félagsins?
Með hvaða hætti getur sjálfboðaliði haft áhrif á málefni félagsins?
Hversu vel telur þú stjórnina þína vera inn í málefnum félagsins?
Hversu mikið samráð er haft við sjálfboðaliða þegar skipulagsbreytingar eru gerðar innan félagsins?
Telur þú mikilvægt að sjálfboðaliðar komi að skipulagsbreytingum innan félagsins?
Hversu mikil áhrif hefði það á starfsemi félagsins ef stjórn myndi ekki funda í heilt ár?
Hafa deildir / einingar innan félagsins mikil eða lítil samskipti sín á milli?
Hvetur eða letur stjórnin til samskipta milli deilda / eininga?
Í hversu miklum tengslum telur þú stjórn þína vera við almenna sjálfboðaliða?
Starfa fastanefndir samsettar af sjálfboðaliðum í ákveðnum málefnum hjá þínu félagi?
Hver velur í fastanefndina?
Telur þú fastanefndirnar auka vægi sjálfboðaliða í ákvarðanatöku félagsins?
Skilur starf fastanefndanna árangri inn í starf félagsins?
Hafa fastanefndirnar ákvörðunarvald eða eru þær einungis ráðgefandi? (hægt er að velja fleiri en einn möguleika ef nefndir hafa mismunandi hlutverk)
Telur þú að það yrði félaginu þínu til góða að hafa slíkar nefndir starfandi?

Related templates and questionnaires