0%
Exit Survey
 
 

Kynningarbréf um rannsóknina Átröskunareinkenni og líkamsímynd á meðal íslensks íþróttafólks


Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar er Hafrún Kristjánsdóttir, aðjúnkt við íþróttafræðisvið Háskólans í Reykjavík, sími 8941713, netfang: [email protected] Meðrannsakendur eru Petra Lind Sigurðardóttir, meistaranemi í klínískri sálfræði, Sigurlaug María Jónsdóttir, sálfræðingur og Guðlaug Þorsteinsdóttir, geðlæknir.

Meginmarkmið rannsóknarinnar er að skima fyrir átröskunareinkennum og kanna líkamsímynd á meðal íslensks íþróttafólks. Fjögur sálfræðileg próf verða lögð fyrir og er þeim ætlað að meta átröskunareinkenni, einkenni líkamsskynjunarröskunar og áhyggjur af líkamslögun. Einnig verða lagðar fyrir sextán bakgrunnsspurningar. Ætla má að það taki um 15 mínútur að svara öllum spurningunum. Passað er upp á að svör þátttakenda séu með öllu ópersónugreinanleg. Spurningarnar verða lagðar fyrir með rafrænum hætti og fá þátttakendur hlekk á spurningalistann sendan og þar munu þeir vera beðnir um að veita samþykki sitt fyrir þátttöku.
Rannsakendur telja enga áhættu fylgja þátttöku aðra en hugsanlegt álag við að svara spurning­um og spurningalistum um líðan sína. Þátttakendur geta neitað að svara einstökum spurningum eða spurningalistum. Rannsóknar­innar vegna er hins vegar mikilvægt að öllum atriðum sé svarað af alúð. Ef þátttakandi finnur fyrir vanlíðan við að svara spuringum getur hann haft samband við Lindu Báru Lýðsdóttur sálfræðing, sími: 8253706, netfang: [email protected] sér að kostnaðarlausu.

Þér ber engin skylda að taka þátt í þessari vísindarannsókn. Þú getur hætt þátttöku hvenær sem er án útskýringa eða eftirmála. Svör þín verða ópersónugreinanleg og tölvuskráð á númeri. Á meðan á rannsókninni stendur verða gögnin varðveitt í í læstri möppu á tölvu rannsakenda sem einungis rannsakendur hafa aðgang að. Þegar henni er lokið verður gögn­unum eytt. Rann­sóknin hefur verið tilkynnt Persónuvernd og Vísindasiðanefnd hefur veitt leyfi til hennar.


Upplýst samþykki fyrir þátttöku í vísindarannsókninni Átröskunareinkenni og líkamsímynd á meðal íslensks íþróttafólks

Ég geri mér grein fyrir því að þátttaka í rannsókninni felst í því að svara spurningalistum eins og lýst er á kynningarblaði sem ég hef lesið. Ég geri mér grein fyrir því að ég get hætt við þátttöku þó hafin sé og að ég get neitað að svara einstökum spurningum og spurningalistum í rannsókninni, þótt rannsóknar­innar vegna sé mikilvægt að öllum atriðum sé svarað samvisku­samlega. Ég heimila einnig að niðurstöður rannsóknar­innar birtist í fagtímaritum og skýrt verði frá þeim á vísinda­legum ráðstefnum, ég geri mér grein fyrir að svörin mín eru ópersónugreinaleg. Mér hefur verið kynnt eðli og umfang þessarar vísindarannsóknar á sérstöku kynningar­blaði og ég er samþykk/ur þátttöku.