Andleg heilsa og krossbandaslit
6%
Kynningarbréf um rannsóknina
Andleg líðan eftir áverka á fremra krossbandi meðal íþróttafólks á Íslandi 

 
Kæri leikmaður.
 
Í þessari rannsókn er verið að kanna hvort að þunglyndis- og/eða kvíðaeinkenni eru meiri hjá íþróttafólki með áverka á fremra krossbandi samanborið við annað íþróttafólk sem glímir ekki við slíkan áverka. Einungis verður leitað eftir svörum hjá íþróttamönnum 18 ára og eldri sem spila/æfa fótbolta, handbolta eða körfubolta á Íslandi í efstu deild eða 1.deild. Lögð verða fyrir tvö sálfræðileg próf fyrir þátttakendur sem meta þunglyndiseinkenni annarsvegar og kvíðaeinkenni hinsvegar. Einnig verða lagðar fyrir 12 bakgrunnsspurningar. Rannsókn sem þessi hefur ekki verið gerð hér á landi áður og lítið er um rannsóknir erlendis sem kanna tíðni þunglyndis- og kvíðaeinkenna hjá íþróttafólki sem slítur krossband. Mikilvægt er að afla þessara upplýsinga svo hægt sé að kortleggja hversu mikil áhrif áverkar á fremra krossbandi hefur á andlegan líðan hjá íþróttafólki. Ef niðurstöður rannsóknarinnar eru á þann veg að þeir sem slíta finna fyrir þungyndis- og/eða kvíðaeinkennum í kjölfari áverkans þá hafa þær niðurstöður mikilvægt klínískt gildi þar sem huga þar því jafnt að bæði andlegum og líkamlegum þáttum í endurhæfingarferlinu.
 
Ábyrgðarmaður rannsóknarinnar eru Dr. Hafrún Kristjánsdóttir, dósent og deildarforseti íþróttafræðideildar Háskólans í Reykjavík, sími 8941713, netfang: hafrunkr@ru.is Rannsakandi er Telma Hjaltalín Þrastardóttir meistaranemi í sjúkraþjálfun við Háskóla Íslands.
 
Við viljum vinsamlegast biðja þig að svara könnunni hér að neðan. Svörunin tekur u.þ.b 5 til 10 mínútur. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál og nafn þitt mun hvergi koma fram. Þú þarft ekki gefa upp neinar persónugreinanlegar upplýsingar.
 
Rannsakendur telja enga áhættu fylgja þátttöku aðra en hugsanlegt álag við að svara spurning­um og spurningalistum um líðan sína. Þátttakendur geta neitað að svara einstökum spurningum eða spurningalistum. Rannsóknar­innar vegna er hins vegar mikilvægt að öllum atriðum sé svarað af alúð.  Ef þátttakandi finnur fyrir vanlíðan við að svara spurningum getur hann haft samband við Lindu Báru Lýðsdóttur sálfræðing, sími: 8631048, netfang: linda@virk.is sér að kostnaðarlausu.
 
Þér ber engin skylda að taka þátt í þessari vísindarannsókn. Þú getur hætt þátttöku hvenær sem er án útskýringa eða eftirmála. Svör þín verða ópersónugreinanleg og tölvuskráð á númeri.  Á meðan á rannsókninni stendur verða gögnin varðveitt í í læstri möppu á tölvu rannsakenda sem einungis rannsakendur hafa aðgang að. Þegar henni er lokið verður gögnunum eytt. Rann­sóknin hefur verið tilkynnt til Persónuverndar og Vísindasiðanefnd hefur veitt leyfi til hennar.
Powered by QuestionPro
Create Your First Online Survey