This free survey is powered by
Exit Survey
 
 
Kæri þátttakandi!

Hér er spurningalisti sem mig langar að biðja þig um að vera svo vænn að svara fyrir mig. Þessar spurningar eru hluti af rannsókn sem ég er að vinna fyrir meistaraverkefni mitt í Félags- og vinnusálfræði við Sálfræðideild Háskóla Íslands.
Mér þætti vænt um ef þú gætir séð af 10-15 mínútum til þess að svara þessum spurningum. Þær eru allar einfaldar og engin svör eru rétt eða röng. Við höfum bara áhuga á því að vita hvað þér finnst um starf þitt og samfélag.

Þér er að sjálfsögðu frjálst að hætta þátttöku í rannsókninni hvenær sem er og einnig valið að svara ekki einstökum spurningum. Það er þó mikilvægt að þú vitir að niðurstöður koma að mestu gagni ef þú reynir að svara öllum spurningunum eftir bestu getu, jafnvel þó þér finnist að þær hafi komið fram áður
 
 
Vinsamlegast merktu við hversu sammála eða ósammála þú ert eftirfarandi fullyrðingum um vinnu. Ekki dvelja of lengi við hvert atriði heldur svaraðu því fyrsta sem kemur upp í hugann.
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Það er mikilvægt að hafa nóg að gera í vinnunni svo tíminn fari ekki til spillis
Mér finnst óþægilegt þegar ég hef ekki nóg að gera í vinnunni
Ef mig langar að kaupa eitthvað, bíð ég þar til ég hef efni á því
Ég er sátt(ur) þegar vinnudagurinn hefur verið nýttur til fulls
Lífið væri þýðingarmeira ef fólk hefði meiri frítíma
Til að ná árangri í lífinu, verður maður að reiða á sjálfan sig
Maður á alltaf að taka ábyrgð á eigin gjörðum
Ég kýs fremur störf sem gefa kost á meiri frítíma
Vinnutímann á að nota á skilvirkan hátt, svo hann fari ekki til einskis
Jafnvel þótt ég væri fjárhagslega vel stæð(ur), myndi ég ekki hætta að vinna
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Ég fæ meiri ánægju af hlutum sem ég þarf að bíða eftir
Ég skipulegg daginn fyrirfram til að koma í veg fyrir tímasóun
Afkastamiklir vinnudagar veita mér svo mikla ánægju
Því meiri tíma sem ég hef til að sinna áhugamálum, því betur líður mér
Maður á alltaf að gera það sem er rétt og sanngjarnt
Ég myndi taka hluti úr vinnunni ef ég teldi mig ekki fá nógu góð laun
Manni eru allir vegir færir ef maður vinnur að því hörðum höndum
Því minni tími sem fer í að vinna og því meiri tími sem fer í frítíma, því betra
Þeir hlutir sem þarf að bíða eftir eru mest virði
Lykillinn að velgengni er að leggja mikið á sig
 
 
Veldu þann möguleika sem á best við:
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Velgengni fæst með því að treysta á sjálfan sig
Ég reyni ávallt að finna upp nýjar leiðir til að nýta vinnutímann vel
Vinnusemi gerir mann að betri manneskju
Maður ætti ekki að dæma aðra fyrr en maður hefur fengið allar staðreyndir
Fólk væri betur sett ef það treysti á sjálft sig
Vinnan tekur of mikið af mínum tíma og því lítill tími til að slaka á
Það er líklegt að maður skapi sér gott líf ef maður er dugnaðarforkur
Maður ætti eftir fremsta megni að lifa lífinu óháður öðru fólki
Umbun sem ég hef þurft að bíða eftir, er mér meira virði en skjótfeng umbun
Mér finnst mjög mikilvægt að geta alltaf unnið
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Meiri frítími er af hinu góða
Jafnvel þótt ég erfði mikla peninga, myndi ég samt halda áfram að vinna einhvers staðar
Ég vil ekki þurfa að treysta á annað fólk
Maður getur komist í gegnum allar hindranir í lífinu ef maður leggur sig allan fram við það
Ég reyni að skipuleggja vinnudaginn, svo hann nýtist sem best
Maður á aldrei að ljúga upp á annað fólk
Það má yfirstíga öll vandamál með mikilli vinnu
Maður ætti eftir fremsta megni að lifa lífinu óháður öðru fólki
Hvernig fólk ver tíma sínum er jafn mikilvægt og hvernig það ver peningnum
Jafnvel þótt ég gæti farið á eftirlaun, myndi ég samt vilja halda áfram að vinna
 
 
Veldu þann möguleika sem á best við:
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Líf án vinnu væri mjög leiðinlegt
Ég kýs að safna mér fyrir hlutum, frekar en kaupa þá með lánum
Heimurinn væri betri staður ef fólk nýtti meiri tíma í afslöppun
Ég leitast við að reiða mig á sjálfa(n) mig
Ef þú vinnur hörðum höndum nærðu árangri í lífinu
Það besta í lífinu er það sem þú þarft að bíða eftir
Þeir sem geta og vilja vinna hörðum höndum eiga góða möguleika á að ná árangri
Það er í lagi að stela svo framarlega sem ekki kemst upp um mann
Það starf sem gefur mestan frítíma, er starfið fyrir mig
Að vera að mestu óháður öðrum er mér mjög mikilvægt
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Það skiptir máli að koma fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig
Ég fæ mikla ánægju af því að vinna
Í vinnunni á maður alltaf að skila góðu verki
Það er aldrei viðeigandi að taka eitthvað sem tilheyrir manni ekki
Aðeins þeir sem treysta á sjálfa sig komast áfram í lífinu
Að sóa tímanum er jafn slæmt og að sóa peningum
Stundum er réttlætanlegt að stela
Fólk þyrfti að hafa meiri tíma í afslöppun
Það er mikilvægt að stjórna eigin örlögum með því að vera engum háður
Maður nær markmiðum sínum ef maður bara leggur nógu mikið á sig
Fólk á að vera sanngjarnt í samskiptum sínum við aðra
Eina leiðin til að öðlast hluti sem eru einhvers virði er að safna fyrir þeim
Það er skemmtilegra að sinna áhugamálum en vinnunni
Ég tel mig hafa afrekað mikið eftir vinnusaman dag
Fólk sem ekki vill leggja hart að sér í vinnu, er að mínu mati veikgeðja
 
 
Veldu þann möguleika sem á best við:
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Þeir sem eru vinnusamir eru líklegir til þess að ná langt í lífinu
Þeir sem eru duglegir til vinnu eru líklegir til þess að ná árangri
Ég verð eirðarlaus þegar það er lítið af verkefnum fyrir mig
Það er fátt ánægjulegra en það að leggja sig allan fram í starfi
Þeir sem takast á við leiðinlegt verkefni af ákafa eru þeir sem ná langt í lífinu
Samfélagsleg vandamál væru færri ef fólk hefði minni tíma
Flestir eyða of miklum tíma í skemmtun sem gefur ekkert af sér
Ég myndi ná lengra í lífinu ef ég fórnaði ákveðnum þægindum
Erfiðustu fögin í skóla skila oftast mestu umbuninni
Lífið væri tilgangslaust ef við þyrftum aldrei að þjást
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Peninga sem aflað er auðveldlega (t.d. í fjárhættuspilum eða með braski) er yfirleitt eytt óskynsamlega
Þeir sem ná langt á eigin verðleikum hafa sterkari siðferðiskennd en þeir sem fæðast ríkir
Fólk ætti að hafa meiri tíma fyrir afslöppun
Lífið hefði meiri tilgang ef við hefðum meiri frítíma
Vinnusemi leiðir ekki endilega til velgengni
Þeim sem mistekst í starfi hafa yfirleitt ekki lagt sig nægilega fram
Flestir sem ná ekki árangri í lífinu eru bara latir
Óbeit á mikilli vinnu er til marks um veikgeðja einstakling
 
 
Að lokum eru hér nokkrar spurningar um það starf sem þú ert í núna. Skipulagseining á við hvers kyns deild eða einingu innan fyrirtækis eða stofnunar. Vinsamlegast veldu þann möguleika sem lýsir þér best.
Mjög ósammála Frekar ósammála Hvorki sammála né ósammála Frekar sammála Mjög sammála
Mér finnst ég ekki bera neina skyldu til að vera áfram hjá núverandi vinnuveitenda
Jafnvel þótt það væri mér til framdráttar finnst mér ekki rétt að yfirgefa fyrirtækið/stofnunina að svo stöddu
Ég myndi finna fyrir samviskubiti ef ég yfirgæfi skipulagseiningu mína núna
Fyrirtækið/stofnunin á skilið hollustu mína
Ég myndi ekki yfirgefa fyrirtæki/stofnun mína núna því ég hef skyldum að gegna gagnvart því fólki sem þar starfar
Þessi skipulagseining skiptir mig persónulega miklu máli
Það myndi orsaka of mikla upplausn í lífi mínu ef ég myndi yfirgefa skipulagseininguna að svo stöddu
Ég stend í mikilli þakkarskuld gagnvart fyrirtæki/stofnun minni
 
 
 
Hvert er/var meginstarf þitt? Vinsamlegast merktu í þann reit sem kemst næst því að lýsa því sem þú starfar við. Ef þú hefur látið af störfum (t.d. á eftirlaunum) miðaðu við það starf sem þú gegndir lengst af.
 
 
 
Hvaða námi hefur þú lokið? (Vinsamlegast hakaðu við hæstu gráðu sem þú hefur lokið að fullu.)
 
 
 
Hvaða ár ert þú fædd(ur)?
 
 
 
Hvort ert þú karl eða kona?
 
Hjartans þakkir fyrir þátttökuna